Mál Jórunnar og Ragnheiðar
Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir voru ákærðar fyrir að standa upp um borð í kyrrstæðri flugvél þann 26. maí 2016 og hvetja aðra farþega til að gera hið sama. Ætlun þeirra með því að standa upp var að koma í veg fyrir brottvísun Eze Okafor, sem leitað hafði eftir vernd á Íslandi vegna ofsókna Boko Haram, en verið synjað
Mál Jórunnar og Ragnheiðar var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 6. mars 2019. Dómari í málinu, Barbara Björnsdóttir, kvað upp úrskurð tæpum mánuði síðar, þann 3. apríl. Um dóminn má lesa hér
- Málskostnaður greiddurMánudaginn 10. maí 2021 voru greiddir tveir reikningar frá Ríkissjóði, samtals upp á 2.267.612 krónur: tvær milljónir, tvö hundruð sextíu og sjö þúsund, sex hundruð og tólf krónur. Fyrir dómi var þetta kallað málskostnaður, í heimabanka dómssekt, í öllu falli ætlað sem refsing fyrir að óhlýðnast valdboði og standa upp fyrir lífi og velferð einstaklings… Read more: Málskostnaður greiddur
- Hópfjármögnun fyrir mál Ragnheiðar og JórunnarSett hefur verið í gang hópfjármögnun til þess að fjármagna það sem upp á vantar til að greiða málskostnað Ragnheiðar og Jórunnar. Einungis vantar um 300.000 isk. til að hægt sé að greiða þær 2 milljónir sem þeim var gert að greiða í málskostnað. Sjá nánar hér: https://www.firefund.net/ragojor
- Samstöðumálinu næstum lokið – baráttan heldur áfram!Máli Jórunnar og Ragnheiðar lauk í Landsrétti í nóvember 2020, eftir meira en fjögurra ára óvissu. Það hefur tekið okkur nokkra mánuði að ná áttum eftir úrskurðinn og safna kröftum til að taka næstu skref. Hér er loksins stutt færsla um stöðu mála. Upphaflega voru Ragnheiður og Jórunn ákærðar í fjórum liðum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur,… Read more: Samstöðumálinu næstum lokið – baráttan heldur áfram!
- Samstöðumálið fer fyrir Landsrétt mánudaginn 16. nóvemberDagsetning er nú komin á aðalmeðferð fyrir landsrétti. Málið fer fram mánudaginn næstkomandi, 16. nóvember, kl. 9 í dómssal 2. Málið fer þannig fram að fyrst verða spilaðar upptökur úr flugvélinni og síðan tekur við málflutningur lögmanna. Gert er ráð fyrir að málsmeðferðin standi til hádegis og ljúki því einhvern tíman á milli kl. 12… Read more: Samstöðumálið fer fyrir Landsrétt mánudaginn 16. nóvember
- Samstöðumálið heldur áframGreinagerð skilað til Landsréttar Í dag skiluðu lögmenn Jórunnar og Ragnheiðar* greinargerðum vegna áfrýjunar samstöðumálsins til Landsréttar. Nú verður beðið eftir að ákæruvaldið skili sinni greinargerð og verður dagsetning fyrir munnlegan málflutning aðila gefin út að því loknu. Þann 26. maí 2016 stóðu Ragnheiður og Jórunn upp í kyrrstæðri flugvél Icelandair í stæði og skýrðu… Read more: Samstöðumálið heldur áfram
- Ragnheiður Freyja og Jórunn Edda áfrýja dómnum í samstöðumálinu; dómurinn hættulegur tjáningar- og mótmælafrelsiFréttatilkynning vegna áfrýjunar samstöðumálsins gegn Ragnheiði Freyju Krístínardóttur og Jórunni Eddu Helgadóttur Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Jórunni Eddu Helgadóttur og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur um ákvörðun þeirra og verjenda þeirra um áfrýjun í samstöðumálinu svonefnda, vegna mótmælaaðgerðar árið 2016. Fyrir neðan tilkynninguna má finna viðbótarupplýsingar frá stuðningsfólki tvíeykisins. ——— Við undirritaðar höfum tilkynnt um áfrýjun á… Read more: Ragnheiður Freyja og Jórunn Edda áfrýja dómnum í samstöðumálinu; dómurinn hættulegur tjáningar- og mótmælafrelsi
- Nei, ekki fyrir tafir, heldur óþægindi —leiðrétting á fyrstu frétt RÚV um dóminnFréttastofa RÚV birti frétt um dóminn sem féll í Héraðsdómi í dag, 3. apríl 2019, gegn Jórunni Eddu og Ragnheiði Freyju. Efnislega er fréttin í flestum atriðum rétt, en í einu þó ekki. Við sendum fréttastofunni eftirfarandi leiðréttingu: Í frétt undir fyrirsögninni „Dæmdar fyrir mótmæli um borð í flugvél“ segir að konurnar tvær sem málið… Read more: Nei, ekki fyrir tafir, heldur óþægindi —leiðrétting á fyrstu frétt RÚV um dóminn
- Reykjavík District Court, April 3: Anti-Deportation Protesters got 2 Years on Probation for ‘Nuisance’As far as we can tell, the verdict which fell this afternoon, April 3 2019, in the District Attorney’s case against Jórunn Edda Helgadóttir and Ragnheiður Freyja Kristínardóttir, is the severest verdict in any trial over anti-deportation protesters for acts of solidarity, throughout Europe, in recent years. The case: Jórunn and Ragnheiður stood up inside… Read more: Reykjavík District Court, April 3: Anti-Deportation Protesters got 2 Years on Probation for ‘Nuisance’
- Á skilorði í tvö ár fyrir að valda „óhug“, „óþægindum“ og „verulegri truflun“Nú klukkan 15 síðdegis, miðvikudaginn 3. apríl 2019, var dómur kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn Jórunni Eddu Helgadóttur og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, fyrir friðsamleg mótmæli þeirra, árið 2016, gegn brottvísun manns um borð í kyrrstæðri flugvél Icelandair. Ragnheiður og Jórunn voru sakfelldar í öllum ákæruliðum nema einum. Sýknað í einum lið… Read more: Á skilorði í tvö ár fyrir að valda „óhug“, „óþægindum“ og „verulegri truflun“
- Dómsuppkvaðning í Héraðsdómi RVK, mið 3. apríl kl. 15Á morgun, miðvikudaginn 3. apríl 2019, verður dómsuppkvaðning í samstöðumálinu, máli Héraðssaksóknara gegn Ragnheiði Freyju Kristínardóttur og Jórunnar Eddu Helgadóttur, vegna mótmæla þeirra gegn brottvísun um borð í kyrrstæðri flugvél Icelandair sumarið 2016. Barbara Björnsdóttir, dómari í málinu, kveður dóminn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg, sal 402, kl. 15. Sem endranær eru allir velkomnir… Read more: Dómsuppkvaðning í Héraðsdómi RVK, mið 3. apríl kl. 15
- Öskudagur í HéraðsdómiStrax á miðvikudagskvöld vorum við spurð hvers vegna ekkert hefði birst hér frá réttarhöldunum þann daginn. Svarið er þreyta. Nú hefur gefist nokkur tími til að hlaða batterí, og hér kemur fyrsta frásögn okkar af deginum. Síðar meir viljum við fylla upp í frásögnina, bæði í gjár og glufur, málflutningur fyrir rétti snýst ekki síst… Read more: Öskudagur í Héraðsdómi
- Frumgögnum málsins og leiðandi spurningum haldið frá verjendum —vitnum lögð orð í munnFrumgögnum í máli Héraðssaksóknara gegn Jórunni Eddu og Ragnheiði Freyju var haldið frá verjendum þeirra. Þetta kemur fram í umfjöllun stundarinnar í dag, þriðjudag. Skjölin sem ekki var deilt með verjendum eru hljóðupptökur úr skýrslutökum yfir vitnu málsins. Páll Bergþórsson, annar verjenda kvennanna, segir það „mjög sérstakt“. Í stað hljóðupptaka fengu verjendur aðeins ónákvæm endurrit… Read more: Frumgögnum málsins og leiðandi spurningum haldið frá verjendum —vitnum lögð orð í munn
- „Þrjár manneskjur fóru blóðugar út úr þessari vél: Jórunn, Freyja og Eze“ —Jórunn Edda og Benjamín Julian í HarmageddonNú að morgni þriðjudagsins 5. mars 2019 tók Frosti Logason viðtal við Jórunni Eddu í þættinum Harmageddon á X-inu. Ásamt Jórunni mætti Benjamín Julian í viðtalið, sem hefur, líkt og Jórunn og Ragnheiður Freyja, um árabil verið burðarás í baráttu fyrir réttindum flóttafólks á Íslandi. Þau ræddu málshöfðunina gegn Ragnheiði og Jórunni, aðgerðina sem ákært… Read more: „Þrjár manneskjur fóru blóðugar út úr þessari vél: Jórunn, Freyja og Eze“ —Jórunn Edda og Benjamín Julian í Harmageddon
- Samstöðumálið fyrir Héraðsdómi —dagskrá miðvikudagsins herfilega, 6. mars 2019Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Ragnheiði Freyju og Jórunni Eddu Að morgni miðvikudagsins 6. mars, kl. 9:15, hefst aðalmeðferð málsins gegn Jórunni Eddu og Ragnheiði Freyju í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg. Réttarhöldin eru opin – það er með öðrum orðum réttur ykkar að vera viðstödd í dómsal, svo lengi sem húsrúm leyfir. Við hvetjum áhugasama… Read more: Samstöðumálið fyrir Héraðsdómi —dagskrá miðvikudagsins herfilega, 6. mars 2019
- „Elsku frænka“ —opið bréf Jórunnar Eddu um það að mótmæla í flugvélElsku frænka, ég ætlaði nú að vera búin að svara þér fyrr og bið þig afsökunar á hversu seint þetta er sent. Það var búið að vera of mikið að gera hjá mér til þess að ég fyndi gott rými til þessara skrifa, ekki síst vegna þess að ég þurfti að melta þetta og pæla… Read more: „Elsku frænka“ —opið bréf Jórunnar Eddu um það að mótmæla í flugvél