19. greinar málin

19.greinar málin eru mál sjö einstaklinga sem öll voru handtekin fyrir þátttöku sína í mótmælum á vormánuðum 2019 sem snérust um að berjast fyrir bættum réttindum flóttafólks á Íslandi. Þetta eru þau Borys Ejryszew, Elínborg Harpa Önundardóttir, Kári Orrason, Hildur Harðardóttir, Hjálmar Karlsson, Julius Pollux Rothlaender og Jónatan Victor Önnuson. Öll voru þau handtekin og ákærð fyrir að „fylgja ekki fyrirmælum lögreglu,“ sbr. 19. grein lögreglulaga. Hvert og eitt mál er sótt á einstaklingsgrunvelli sem þýðir að þau fara öll fyrir dóm í sitthvoru lagi. Nú þegar hafa fallið dómar í máli Borys og Kára.

Ákærur af þessu tagi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir stjórnarskrárvarið tjáningar- og mótmælafrelsi fólks á Íslandi þar sem fyrirmæli lögreglu grundvallast einungis á huglægu mati hvers og eins lögregluþjóns en ekki á lögum.

Nánar má lesa um 19. greinar málin hér að neðan.