.. og ein undantekning. Julius fer fyrir Landsrétt.

Ekki geyma allir það besta til þess síðasta en það gerði Landsréttur svo sannarlega, en þann 26. nóvember 2021 samþykktu Landsréttardómararnir Ásmundur Helgason, Jón Höskuldsson og Krisbjörg Stephensen áfrýjunarbeiðni Juliusar Pollux Rothlaender. Julius, sem fyrr á árinu var dæmdur sekur fyrir að óhlýðnast lögreglunni í gjörningsmótmælum þann 19. mars 2019, var síðastur í hópi sjömenninganna að fara fyrir dómstóla, en mál hans var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur tveimur árum eftir handtöku hans. Hann var að sama skapi síðastur til þess að leggja fram áfrýjunarbeiðni til Landsréttar og sá eini sem fékk hana samþykkta.

Það að Landsréttur hafi samþykkt áfrýjunarbeiðnina þýðir að Julius fær tækifæri til að láta þrjá æðri dómara meta hvort að virkilega sé hægt að túlka þátttöku hans í mótmælum þann 19. mars 2019 sem svo að hann hafi óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Með því er hægt að reyna að fá niðurstöðu sem hefur meira fordæmisgildi fyrir mótmælendur heldur en dómar héraðsdóma hafa, með því að setja ríkissaksóknara þrengri skilyrði til þess að geta ákært fólk fyrir brot á 19. grein lögreglulaga.

Líkt og fyrir hin sex tekur nú við bið í marga mánuði eftir því að ríkissaksóknari skili gögnum til lögreglu. Eftir það gefst Juliusi og verjendum hans færi á að skila inn greinargerð í málinu.