Landsréttur hafnar áfrýjunarbeiðni Borysar Andrzej Ejryszew

Landsréttur hafnaði í gær, 2. febrúar 2021, beiðni Borys um áfrýjun á dómi Héraðsdóms. Höfnunin kom svo sem ekki á óvart þar sem Landsréttur hafði nú þegar hafnað áfrýjunarbeiðni Kára Orrasonar.

Í áfrýjunarbeiðni borysar var vísað til þess að úrlausn málsins hefði verulegt almennt gildi og byggt er á því að málið varði tjáningarfrelsi umsækjanda, sem er varið samkvæmt 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10.gr mannréttindasáttmála Evrópu, sem og réttinn til að mótmæla, sem einnig er varinna af 73. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Í áfrýjunarbeiðninni er ítrekað að fyrirmæli lögreglu hafi aðeins verið gefin á íslensku en Borys talar ekki íslensku og því standist afgreiðsla héraðsdóms ekki skoðun ú frá jafnræðisreglu stjórnarskrárinar. Síðast en ekki síst er bent á að aðferðarfræði héraðsdóm hafi verið röng þar sem ekkert mat hafi farið fram á lögmæti og nauðsyn fyrirmæla og aðgerða lögreglu út frá tjáningafrelsi og réttinum til að mótmæla.

Landsréttardómararnir Ásmundur Helgason, Kristbjörg Stephensen og Ragnheiður Harðardóttir fjölluðu um umsóknina og eyddu ekki mörgum orðum í að útskýra niðurstöðu sína. Þau segja niðurstöðuna „byggjast á því að ekki séu líkur til þess að niðurstöður héraðsdóms verði breytt svo einhverju nemi, ekki verði fallist á að úrslit málsins varði mikilvæga hagsmuni umsækjanda og ekki verði séð að dómur í málinu hafi verulegt almennt gildi þannig að fullnægt væri skilyrðum 2. mgr. 198. gr. laga. nr 88/2008.“

Af þessu er erfitt að skilja annað en að Landsréttur telji það að lögreglan geti frelsissvipt fólk og bundið endi á stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi og réttinn til að mótmæla hvenær sem þeim sýnist ekki hafa „verulegt almennt gildi“. Blekking hiðs svokallaða lýðræðis- og réttarríkis kristallast hér í beitingu 19. greinar lögreglulaga, þar sem alræðið situr á bakvið bókstafinn og strýkur dómurum, lögreglumönnum og saksóknurunn blíðlega um vangann.