19. greinar málin
19.greinar málin eru mál sjö einstaklinga sem öll voru handtekin fyrir þátttöku sína í mótmælum á vormánuðum 2019 sem snérust um að berjast fyrir bættum réttindum flóttafólks á Íslandi. Þetta eru þau Borys Ejryszew, Elínborg Harpa Önundardóttir, Kári Orrason, Hildur Harðardóttir, Hjálmar Karlsson, Julius Pollux Rothlaender og Jónatan Victor Önnuson. Öll voru þau handtekin og ákærð fyrir að „fylgja ekki fyrirmælum lögreglu,“ sbr. 19. grein lögreglulaga. Hvert og eitt mál er sótt á einstaklingsgrunvelli sem þýðir að þau fara öll fyrir dóm í sitthvoru lagi. Nú þegar hafa fallið dómar í máli Borys og Kára.
Ákærur af þessu tagi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir stjórnarskrárvarið tjáningar- og mótmælafrelsi fólks á Íslandi þar sem fyrirmæli lögreglu grundvallast einungis á huglægu mati hvers og eins lögregluþjóns en ekki á lögum.
Nánar má lesa um 19. greinar málin hér að neðan.
- Mannréttindadómstóll tekur setuverkfallsmálið til skoðunarÞegar íslenskum dómstólum finnst allt í góðu að lögreglan brjóti ítrekað á réttinum til að mótmæla sem og takmarki tjáningarfrelsi mótmælenda með óhóflegri og handahófskenndri beitingu 19. greinar lögreglulaga, þá er lítið annað að gera en að leita á önnur mið. Um miðjan desember hafði Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) samband við Helgu Baldvins- Bjargardóttur verjanda sjömenninganna… Read more: Mannréttindadómstóll tekur setuverkfallsmálið til skoðunar
- .. og ein undantekning. Julius fer fyrir Landsrétt.Ekki geyma allir það besta til þess síðasta en það gerði Landsréttur svo sannarlega, en þann 26. nóvember 2021 samþykktu Landsréttardómararnir Ásmundur Helgason, Jón Höskuldsson og Krisbjörg Stephensen áfrýjunarbeiðni Juliusar Pollux Rothlaender. Julius, sem fyrr á árinu var dæmdur sekur fyrir að óhlýðnast lögreglunni í gjörningsmótmælum þann 19. mars 2019, var síðastur í hópi sjömenninganna… Read more: .. og ein undantekning. Julius fer fyrir Landsrétt.
- Ein sýkna, ein sakfelling, tvö töfrabrögð19. mars 2019. Ári fyrir Covid. Fyrir utan skrifstofubyggingu Alþingis stendur hópur fólks með límband fyrir munninum og hendur á lofti til að mótmæla brottvísunum flóttafólks. Lögreglan mætir og segir fólkinu að færa sig. Talsmaður hópsins heldur fram stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til mótmæla. „Já, þið getið gert það annars staðar,“ svarar stjórnandi lögregluliðsins. Ef hann… Read more: Ein sýkna, ein sakfelling, tvö töfrabrögð
- Rétturinn til að mótmæla fullnýttur eftir 1 mínútu og 45 sekúndur // Réttað yfir JuliusiÞann 30. ágúst síðastliðinn fóru fram réttarhöld í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir Juliusi Pollux Rothlaender, einn af þeim 7 sem handtekin voru í mótmælum með fólki á flótta árið 2019 og kærð fyrir bort á 19. grein lögreglulaga. Julius var síðastur að fara fyrir dóm fyrir þátttöku sína í mótmælagjörningi fyrir utan Alþingi þann 19. mars… Read more: Rétturinn til að mótmæla fullnýttur eftir 1 mínútu og 45 sekúndur // Réttað yfir Juliusi
- Braut lögreglustjóri lög um meðferð sakamála?Líkt og áður hefur verið fjallað um í annarri færslu á þessari síðu eru til lög um meðferð sakamála þar sem tekið er sérstaklega fram að í málum þar sem „fleiri menn en einn eru sóttir til saka fyrir þátttöku í sama verknaði, skal það gert í einu máli, nema annað þyki hagkvæmara“, en þetta… Read more: Braut lögreglustjóri lög um meðferð sakamála?
- Landsréttur hafnar áfrýjunarbeiðni HildarÞann 24. júní sendi Landsréttur frá sér svar varðandi umsókn Hildar um áfrýjun á máli sínu. Engum að óvörum var áfrýjunarbeiðninni hafnað, líkt og í máli Borysar og Kára. Í áfrýjunarbeiðni Hildar voru færð rök fyrir því að lögreglan og héraðsdómur hafi skert tjáningarfrelsi hennar á ólögmætan hátt með því að beita og túlka 19.… Read more: Landsréttur hafnar áfrýjunarbeiðni Hildar
- Úrskurður Hildar kom lítið á óvart: sek líkt og hin fjögur.Föstudaginn 5. apríl 2019 tók Hildur Harðardóttir þátt í litlum setumótmælum í opnu anddyrir dómsmálaráðuneytisins. Með henni sátu nokkrir aðrir. Markmiðið var að sýna samstöðu með flóttafólki á Íslandi sem hafði reynt að fá fund með dómsmálaráðherra svo mánuðum skipti en án árangurs. Eftir að hafa setið á gólfinu í tæpar 10 mínútur mætti lögreglan… Read more: Úrskurður Hildar kom lítið á óvart: sek líkt og hin fjögur.
- Elínborg sakfelld á grundvelli einkennisbúningablætis dómaraÁ sama tíma og þingsins bíður að afgreiða lagafrumvarp Dómsmálaráðherra sem myndi fjölga og hraða brottvísunum flóttafólks sem leitar verndar í landinu, og einbeittur brotavilji stjórnvalda gegn þeim hópi birtist í framkvæmd Útlendingastofnunar og Stoðdeildar Ríkislögreglustjóra, er hluta dómstólanna enn haldið uppteknum við að lögsækja mótmælendur sem sýnt hafa flóttafólki samstöðu. 19. greinar málin Hér… Read more: Elínborg sakfelld á grundvelli einkennisbúningablætis dómara
- Lögreglustjóri gegn MótmælendumEftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu þann 13. apríl 2021 og er endurbirt hér með góðfúslegu leyfi höfundar, Viðars Hjartarsonar læknis. (Myndin sem fylgir hér kemur ekki frá höfundi og fylgdi ekki upprunalegu greininni. Heldur kemur hún úr myndasafni mótmælenda). Þann 5. apríl 2019 handtók lögreglan 5 unga mótmælendur í anddyri Dómsmálaráðuneytisins þar sem þeir sátu… Read more: Lögreglustjóri gegn Mótmælendum
- Dómsmál Hildar fyrir Héraðsdómi – The trial of HildurAðalmeðferð í máli lögreglunnar og hins opinbera gegn Hildi Harðardóttir fer fram föstudaginn 16. apríl, frá kl. 9:15 til 12:00. Málið fer fram í sal 401 í Héraðsdómi Reykjavíkur á Lækjartorgi.Réttarhöldin eru opin – öll sem vilja mæta eru því velkomin, svo lengi sem húsrúm leyfir og allt að 20 manns skv. þeim sóttvarnarreglum sem… Read more: Dómsmál Hildar fyrir Héraðsdómi – The trial of Hildur
- Listavefuppboð til styrktar 19. greinar málunumÍ dag, 29. mars, hófst vefuppboð til styrktar sjö aðgerðarsinnum sem voru handtekin fyrir þátttöku í mótmælum með flóttafólki á Íslandi og hafa nú verið ákærð fyrir brot á 19. grein lögreglulaga. Lögmenn og aðgerðarsinnar telja þessar ákærur vera alvarlega aðför að tjáningarfrelsi og réttinum til að mótmæla, sem hvort tveggja er varið af stjórnarskrá… Read more: Listavefuppboð til styrktar 19. greinar málunum
- Elínborg skrifar eftir héraðsdómÍ gær lauk dómshaldi yfir mér vegna þriggja óhlýðnisbrota og eins ofbeldisbrots, en mér er gert að hafa sparkað í fætur lögreglumanns eftir að félagar hans réðust á hóp mótmælenda sem ég var í og hann dró mig á höndum og fótum eftir jörðinni, út úr hópnum. Það var mjög áhugavert að heyra í vitnisburði… Read more: Elínborg skrifar eftir héraðsdóm
- Mál Elínborgar fyrir Héraðsdóm þriðjudaginn 23. marsAðalmeðferð í máli lögreglunnar og hins opinbera gegn Elínborgu HörpuÞriðjudaginn 23. mars, frá kl. 9:15 til 16:00, fer fram aðalmeðferð í máli lögreglunnar og hins opinbera gegn Elínborgu Hörpu Önundardóttur. Málið fer fram í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur á Lækjartorgi.Réttarhöldin eru opin – öll sem vilja mæta eru því velkomin, svo lengi sem húsrúm… Read more: Mál Elínborgar fyrir Héraðsdóm þriðjudaginn 23. mars
- Julius ákærður fyrir brot á 19. grein og fyrir að tálma störf lögregluÍ dag, föstudaginn 19. mars, gaf íslenska ríkið út kæru á hendur Juliusi Pollux Rothlaender fyrir brot gegn lögreglulögum. Kæran birtist nákvæmlega tveimur árum eftir að Julius tók þátt í þöglum, listrænum mótmælagjörningi fyrir framan aðaldyr Alþingis til stuðnings flóttafólki á Íslandi þann 19. mars 2019. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 7. apríl.… Read more: Julius ákærður fyrir brot á 19. grein og fyrir að tálma störf lögreglu
- Yfirlýsing vegna 19. greinar málannaFyrri part ársins 2019 var brotið blað í sögu réttindabaráttu fólks á flótta á Íslandi. Þá ákvað hópur fólks, sem flest áttu sameiginlegt að vera í ferli um alþjóðlega vernd hér á landi og að hafa verið haldið í einangruðum flóttamannabúðum á Ásbrú, að berjast sameiginlega fyrir bættum réttindum sínum. Með stuðningi frá fólki með… Read more: Yfirlýsing vegna 19. greinar málanna
- Landsréttur hafnar áfrýjunarbeiðni Borysar Andrzej EjryszewLandsréttur hafnaði í gær, 2. febrúar 2021, beiðni Borys um áfrýjun á dómi Héraðsdóms. Höfnunin kom svo sem ekki á óvart þar sem Landsréttur hafði nú þegar hafnað áfrýjunarbeiðni Kára Orrasonar. Í áfrýjunarbeiðni borysar var vísað til þess að úrlausn málsins hefði verulegt almennt gildi og byggt er á því að málið varði tjáningarfrelsi umsækjanda,… Read more: Landsréttur hafnar áfrýjunarbeiðni Borysar Andrzej Ejryszew
- Landsréttur hafnar áfrýjunarbeiðni KáraÞann 1. desember var Kára Orrasyni birt niðurstaða Landsréttar þar sem rétturinn hafnar beiðni hans um áfrýjun á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. Þar með er ljóst að íslenskir dómsstólar sjá ekkert athugavert við það að láta 19. gr lögreglulaga trompa þá vernd sem Stjórnarskrá Íslands og mannréttindasáttmáli Evrópu eiga að tryggja einstaklingum hvað varðar… Read more: Landsréttur hafnar áfrýjunarbeiðni Kára
- Borys writes about his verdict(POLSKI U DOŁU) I just got to know that I have been deemed guilty of breaking the 19th paragraph of Icelandic police law during the sit in in the publicly accessible lobby of the ministry of justice. With it´s current history of legal interpretation it puts the 19th above both current constitution and the Universal… Read more: Borys writes about his verdict
- Borys Ejryszew skrifar um reynsluna úr hérðasdómiHér má sjá skrif Borys Ejryszew um aðalmálsmeðferð í dómsmálinu sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins hefur höfðað gegn honum vegna meints brots á 19 gr. lögreglulaga. Hið meinta brot átti sér stað þegar Borys tók þátt í setumótmælum í opnu anddyri dómsmálaráðuneytisins á Sölvhólsgötu 7 þann 5. apríl 2019. Lögreglan kom um 10-15 mínútum eftir að mótmælin… Read more: Borys Ejryszew skrifar um reynsluna úr hérðasdómi
- Úrskurður héraðsdóms gegn KáraÍ gær kom úrskurður í máli Ríkisins gegn Kára Orrasyni sem tók þátt í setumótmælum í dómsmálaráðuneytinu á opnunartíma. Kári var dæmdur sekur og er dæmt að greiða allan sakarkostnað samtals 603.560 krónur. Arngrímur Ísberg, dómari í málinu tók ekki afstöðu til einnar einustu röksemdarfærslu verjanda Kára sem byggði fyrst og fremst á réttinum til… Read more: Úrskurður héraðsdóms gegn Kára
- „Svar við bréfi Höllu“ – Kári Orrason svarar lögreglustjóraTil Höllu Bergþóru Björnsdóttur Kæra Halla, Mér fannst ég sjá þig um daginn, þarna á Black Lives Matter mótmælunum fyrstu vikuna í júní, en ég er ekki viss. Sá bara ljósa hárlokka gægjast undan skjannahvítri húfu með svörtu deri, gylltum borðum og stjörnu sem skein bjartar en sólin: MEÐ LÖGUM SKAL LAND BYGGJA. Ég ætlaði… Read more: „Svar við bréfi Höllu“ – Kári Orrason svarar lögreglustjóra