Samstöðutónleikar á Gauknum // Solidarity concert in Gaukurinn

Samstaða er ekki glæpur. Tónleikar til styrktar mótmælendunum sjö ✨
Þann 17. júní munu Supersport, BSÍ og Skoffín koma fram á Gauknum. Fögnum þjóðhátíðardeginum með því að taka afstöðu gegn landamærum og brottvísunum ✊ Dyrnar opna klukkan 19.00 en tónleikarnir byrja 20.00 og munu vara eins lengi og sóttvarnareglur leyfa. Hlökkum til að sjá ykkur! 🎉
***
Hildur, Elínborg, Julius, Hjálmar, Borys, Jónatan og Kári voru öll handtekin á mótmælum fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu og ákærð fyrir að brjóta 19.grein lögreglulaga. Mótmælendur höfðu krafist fundar með stjórnvöldum til að vekja athygli á hörmulegum aðstæðum flóttamanna hér á landi. Fyrirmælin voru að yfirgefa svæðið – hætta mótmælunum. Öll sem hafa farið fyrir héraðsdóm hafa verið sakfelld. Þannig hefur stjórnarskrárvarinn réttur fólks til að mótmæla verið hunsaður og himinháar fjárhæðir í málskostnað lent á sjömenningunum..Það sem safnast á þessum styrktartónleikum fer í að borga upp málskostnað mótmælenda.