Haldnir verða samstöðutónleikar í Iðnó sunnudaginn 3. mars, undir yfirskriftinni AÐ STANDA UPP. Tónleikarnir hefjast klukkan 18. Miðaverð er valkvæmt frá 1.500 krónum.

Ágóði af tónleikunum rennur í sjóð til að standa straum af kostnaði Jórunnar og Ragnheiðar vegna dómsmálsins sem höfðað hefur verið gegn þeim fyrir að standa upp í kyrrstæðri flugvél til að hindra brottvísun manns um borð.
Á tónleikunum í Iðnó koma fram BSÍ, Spaðabani, Dauðyflin, Korter í flog og Captain Syrup.