Velkomin

Velkomin á vef stuðningsfólks Jórunnar Eddu Helgadóttur og Ragnheiðar Freyju Kristínardóttur.

Jórunn og Ragnheiður voru ákærðar fyrir að standa upp um borð í kyrrstæðri flugvél þann 26. maí 2016 og hvetja aðra farþega til að gera hið sama. Ætlun þeirra með því að standa upp var að koma í veg fyrir brottvísun Eze Okafor, sem leitað hafði eftir vernd á Íslandi vegna ofsókna Boko Haram, en verið synjað

Mál Jórunnar og Ragnheiðar var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 6. mars 2019. Dómari í málinu, Barbara Björnsdóttir, kvað upp úrskurð tæpum mánuði síðar, þann 3. apríl. Um dóminn má lesa hér

Um þetta mál og önnur skyld verður hægt að fræðast hér á vefnum.