Mál Elínborgar fyrir Héraðsdóm þriðjudaginn 23. mars

Aðalmeðferð í máli lögreglunnar og hins opinbera gegn Elínborgu HörpuÞriðjudaginn 23. mars, frá kl. 9:15 til 16:00, fer fram aðalmeðferð í máli lögreglunnar og hins opinbera gegn Elínborgu Hörpu Önundardóttur. Málið fer fram í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur á Lækjartorgi.Réttarhöldin eru opin – öll sem vilja mæta eru því velkomin, svo lengi sem húsrúm leyfir og allt að 50 manns skv. sóttvarnarreglum. Við hvetjum ykkur til að mæta með grímu og gæta að sóttvörnum. Við hvetjum þau sem geta mætt við upphaf þinghalds að koma þá en það er líka um að gera að mæta þegar hægt er og vera eins lengi og þið megið við. Þetta verður langur dagur og það er mikill styrkur í nærveru ykkar og samstöðu á hvaða tíma dagsins sem er.

Dagskrá aðalmálsmeðferðarinnar er eftirfarandi:
09:15 – 9:55 – Skýrsla af Elínborgu. Elínborg tjáir sig um öll málin í einu.9:55-10:55 Vitnisburður fimm lögreglumanna um meint brot Elínborgar þann 11. mars 2019 (þá á hún að hafa sparkað ítrekað í fætur lögreglumanns með þeim afleiðingum að hann hlaut eymsli, líkt og það er orðað í kærunni).
10:55-11:25 Þrjú vitni af vettvangi tjá sig um sama ákærulið.
***
11:25-12:10 Vitnisburður sjö lögreglumanna um handtöku Elínborgar í dómsmálaráðuneytinu 5. apríl 2019
12:10-12:25 Eitt vitni af vettvangi tjáir sig um sama ákærulið.

12:25-13:15 HLÉ
***
13:15 – 13:45 Vitnisburður þriggja lögreglumanna um handtöku Elínborgar á Austurstæri í júní 2019 þegar hún var handtekin fyrir að „kjósa að standa hjá“ á almanna gangstétt þar sem lögreglan hafði afskipti af öðrum manni.
13:45-14:15 Þrjú vitni af vettvangi tjá sig um sama ákærulið.
***
14:15- 14:35 Vitnisburður tveggja lögreglumanna um handtöku Elínborgar fyrir framan Alþingi 19. mars 2019
14:35 – 14:55 Tvö vitni af vettvangi tjá sig um sama ákærulið.
14:55-17:00 Málsvörn verjanda og málsókn saksóknara og lok þinghalds


Mál Elínborgar er hluti af 19. greinar málunum. 19. greinar málin eru mál sjö einstaklinga sem öll voru handtekin fyrir þátttöku sína í mótmælum á vormánuðum 2019 sem snérust um að berjast fyrir bættum réttindum flóttafólks á Íslandi. Öll voru þau handtekin og ákærð fyrir að „fylgja ekki fyrirmælum lögreglu,“ sbr. 19. grein lögreglulaga. Hvert og eitt mál er sótt á einstaklingsgrunvelli sem þýðir að þau fara öll fyrir dóm í sitthvoru lagi.

Samstaða er ekki glæpur!
Niður með 19. gr!