
Á morgun, miðvikudaginn 3. apríl 2019, verður dómsuppkvaðning í samstöðumálinu, máli Héraðssaksóknara gegn Ragnheiði Freyju Kristínardóttur og Jórunnar Eddu Helgadóttur, vegna mótmæla þeirra gegn brottvísun um borð í kyrrstæðri flugvél Icelandair sumarið 2016.
Barbara Björnsdóttir, dómari í málinu, kveður dóminn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg, sal 402, kl. 15.
Sem endranær eru allir velkomnir í Héraðsdóm á meðan húsrúm leyfir. Við beinum því sérstaklega til stuðningsfólks Jórunnar og Ragnheiðar, og allra félaga í réttindabaráttu flóttafólks, að nærvera þeirra verður kærkomin við þetta tilefni.
Dómsuppkvaðning í samstöðumálinu gegn Ragnheiði og Jórunni, viðburður á Facebook.