Héraðsdómi Reykjavíkur 6. mars kl. 09:15

Aðalmeðferð samstöðumálsins fer fram, eins og fram hefur komið, þann 6. mars, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Við hvetjum fólk til að fjölmenna í Héraðsdóm, veita Ragnheiði og Jórunni stuðning með nærveru sinni, og minna stjórnvöld á að samstaða er ekki glæpur. Vitnaleiðslur hefjast klukkan 09:15 í sal 101. Réttarhöld eru öllum opin og áhugavert getur verið að fylgjast með þeim, en sætaframboð er að jafnaði takmarkað.

Stofnaður hefur verið Facebook-viðburður fyrir aðalmeðferðina. Ragnheiður Freyja skrifar þar nánar um dagskrána:

„Í næstu viku fer aðalmeðferðin fram og ég vildi láta vita hvernig dagurinn fer fram. Það má gera ráð fyrir því að þetta taki allan daginn. Dagurinn hefst klukkan 9:15 í sal 101 á vitnaleiðslum. Þar verður tekin skýrsla af flugverjum og okkur Jórunni. Eftir hádegi verður síðan málsflutningur lögmanna.“