Aðalmeðferð í máli lögreglunnar og hins opinbera gegn Hildi Harðardóttir fer fram föstudaginn 16. apríl, frá kl. 9:15 til 12:00. Málið fer fram í sal 401 í Héraðsdómi Reykjavíkur á Lækjartorgi.Réttarhöldin eru opin – öll sem vilja mæta eru því velkomin, svo lengi sem húsrúm leyfir og allt að 20 manns skv. þeim sóttvarnarreglum sem eiga að taka gildi 15. apríl.
Að sjálfsögðu hvetjum við öll þau sem mæta til að mæta með grímu og dansa alla viðeigandi sóttvarnardansa.
Við hvetjum þau sem geta mætt við upphaf þinghalds að koma þá en það er líka um að gera að mæta þegar hægt er og vera eins lengi og þið megið við.Nærvera fólks og samstaða skiptir öllu máli á svona dögum!
Mál Hildar er hluti af 19. greinar málunum. 19. greinar málin eru mál sjö einstaklinga sem öll voru handtekin fyrir þátttöku sína í mótmælum á vormánuðum 2019 sem snérust um að berjast fyrir bættum réttindum flóttafólks á Íslandi. Öll voru þau handtekin og ákærð fyrir að „fylgja ekki fyrirmælum lögreglu,“ sbr. 19. grein lögreglulaga.
Hvert og eitt mál er sótt á einstaklingsgrunvelli sem þýðir að þau fara öll fyrir dóm í sitthvoru lagi, þrátt fyrir að það sé þvert á lög um meðferð sakamála 88/2008, gr. 143 þar sem segir: „Ef fleirimenn en einn eru sóttir til saka fyrir þátttöku í sama verknaði, skal það gert í einu máli, nema annaðþyki hagkvæmara.“
Þessi sundurslit eru ekki hagkvæm fyrir neinn, nema þá fyrir ríkisvaldið til að auka refsingu 7menninganna. Nánari upplýsingar má finna á www.adstandaupp.com/19-gr/ og hér á facebook síðunni. Við minnum á listauppboð sem fer fram á heimasíðu Gallerý Fold til stuðnings 7menningunum: https://www.myndlist.is/auction/Auctions.aspx…
Samstaða er ekki glæpur!
Niður með 19. gr!
***
(English)
Main hearing in the case of the Icelandic state and police against Hildur Harðardóttir, friday the 16th of April at 9:15 in hall 401 (on the fourth floor).
The court hearing is open to all those who want to attend, up to 20 people according to the upcoming covid regulations (15th of April). Of course we encourage you to attend with a mask and take all necessary preventive measures for Covid-19.
The hearing will start at 9:15 and we encourage those who can to show up in the morning to do so. However, your support and solidarity is much appreciated at any time until the hearing ends, around 12:00. Hildur’s case is a part of the 19th article cases. The 19th article cases are the cases of seven individuals who were arrested during protests in solidarity with refugees in Iceland in the spring of 2019. They were arrested, and later on charged with “disobeying police orders” acc. to the 19th article of the police act. Each case is being prosecuted on a individual bases, thus each one of them goes to court separately.
Further info on adstandaupp.com/19-gr/, fb.com/nidur19 and instagram.com/nidur19/.
We remind everybody of the online art auction now taking place on Gallerý Fold webpage in support of the 7 being charged: https://www.myndlist.is/auction/Auctions.aspx…
Solidarity is not a crime!
Down with the 19th article!