Þú getur stöðvað brottvísun

Í síðastliðnum desembermánuði birtust auglýsingar í neðanjarðarlestum Lundúnaborgar sem svipaði grafískt til leiðbeininga um rétta breytni um borð í flugvélum, en útskýrðu í þremur skrefum hvernig flugfarþegar geta stöðvað brottvísanir með farþegaflugi.

Sjáðu það, segðu það, stoppaðu það, stóð yfir myndarömmunum þremur. Í fyrsta lagi er fólki ráðlagt að vera á varðbergi, spyrjast fyrir og gefa því gaum hvort einhver sitji aftast um borð í vélinni, í fylgd varða eða lögreglumanna

Í öðru lagi er fólki ráðlagt að ávarpa manneskjuna sem verið er að brottvísa, ræða við hana, og krefjast þess að fá að tala við flugstjórann.

Í þriðja lagi er fólki sagt að standa upp og neita að setjast niður, fyrr en fallið hefur verið frá notkun flugvélarinnar undir brottvísun.

Þann 18. desember tilkynnti aðgerðahópur sem nefnir sig Lesbians and Gays Support the Migrants að auglýsingarnar væru frá þeim komnar. Á Twitter sögðust þau hafa „hakkað“ sig yfir hundruð auglýsinga í neðanjarðarkerfinu, um alla London, og hvatt fólk til að grípa til að gerða til að stöðva brottvísanir með farþegaflugi. Þá dreifði hópurinn upplýsingabæklingum með sömu leiðbeiningum á Heathrow-flugvelli.

Íslensk þýðing og staðfærsla gæti verið á þessa leið:

Þú getur stöðvað brottvísun
Þú getur stöðvað brottvísun.